Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 22:47:18 (5964)

1998-04-29 22:47:18# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[22:47]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er með í höndunum brtt. á þskj. 1276 frá minni hluta félmn., Rannveigu Guðmundsdóttur, og hún talar yfirleitt um sig sem fulltrúa jafnaðarmanna. Þar er gert ráð fyrir skipun nefndar en ekki er gert ráð fyrir því að Reykvíkingar eigi neinn fulltrúa í þeirri nefnd, ekki einn einasta. Það er ekkert tryggt. Ég tel því að það sé miklu betra sem hér er lagt til.

Auk þess stendur í grg. með frv. frá hæstv. umhvrh. sem hér hefur margoft verið rætt:

,,Lagt er til að hin nýja samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins taki til starfa 1. janúar 1999 en þá hefur sú nefnd sem skipuð var samkvæmt lögum nr. 73/1993 lokið störfum.``

Hún lýkur störfum.

Síðan segir í því lagafrv. sem við erum að ræða um:

,,Að loknum sveitarstjórnarkosningum metur samvinnunefnd hvort ástæða sé til að endurskoða svæðisskipulagið.``

Þannig metur svæðisnefndin að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum hvort ástæða sé til að endurskipuleggja allt svæðisskipulag miðhálendisins.

Ég tel því að það sé fullkomlega tryggt með þessu að þeirra sjónarmiða sem ég kom fram með í fyrirvara. sé miklu betur gætt en í þeirri brtt. sem jafnaðarmenn hafa flutt.