Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:34:10 (6004)

1998-04-30 10:34:10# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseta hefur borist svohljóðandi skrifleg dagskrártillaga:

,,Við undirritaðir alþingismenn leggjum til, með skírskotun til síðari málsl. 1. mgr. 63. gr. þingskapa, að á dagskrá næsta fundar verði tekið til 1. umr. 703. mál, stjfrv. um breytingu á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, sbr. lög nr. 135/1997, á þskj. 1289.

Svavar Gestsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Hjörleifur Guttormsson, Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir, Ragnar Arnalds, Sigríður Jóhannesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson.``

1. mgr. 63. gr. þingskapa hljóðar svo:

,,Forseti ákveður dagskrá hvers fundar. Þó má ákveða dagskrá næsta fundar eftir ályktun þingsins.``

Í samræmi við þessi ákvæði þingskapa ber forseti nú dagskrártillöguna undir atkvæði án umræðna. Óskað hefur verið eftir nafnakalli og fer það nú fram.