Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:37:01 (6006)

1998-04-30 10:37:01# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:37]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í nál. meiri hluta félmn. kemur fram að ég hef sterkan fyrirvara við sveitarstjórnarfrv. sem lýtur fyrst og fremst að 1. gr. þess. Í nál. segir að sá fyrirvari lúti að því að gera þurfi breytingar á skipulags- og byggingarlögum samhliða afgreiðslu þessa frumvarps eigi skipulag hálendis Íslands að vera ásættanlegt.

Nú virðist stefna í það, hæstv. forseti, að það frv. sem lagt hefur verið fram, um breytingu á skipulagslögum, fái ekki að koma hér á dagskrá og það setur auðvitað málið og minn stuðning við sveitarstjórnarfrv. í mikið uppnám. En við sjáum hvað setur. Ég segi já.