Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:42:01 (6009)

1998-04-30 10:42:01# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:42]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Hæstv. umhvrh. sagði áðan að samþykkt hefði verið í ríkisstjórninni að taka þetta mál hvorki til umræðu ná afgreiðslu á Alþingi. Þá samþykkt hefur hann sjálfur brotið því hann tók málið til umræðu og kynnti það undir öðrum dagskrárlið en ætlar síðan núna með atkvæði sínu að koma í veg fyrir að aðrir alþingismenn geti fylgt þeirri umræðu eftir undir dagskrárlið þar sem rætt er um málið sjálft.

Hæstv. ráðherra var fyrstur manna til að taka málið til umræðu á Alþingi en er nú í hópi þeirra sem ætla að neita hv. alþm. um sama rétt. Þetta er furðuleg framkoma, virðulegi forseti, og í fyrsta sinn sem ráðherra bregður fæti fyrir framgang máls sem hann flytur sjálfur. Ég segi að sjálfsögðu já.