Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:53:02 (6016)

1998-04-30 10:53:02# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:53]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég er ein þeirra sem hef talið það nauðsynlegt ef vel ætti að vera staðið að skipulagsmálum hálendisins að hálendið væri ein stjórnsýsluheild. Ég hef hins vegar stutt þá málamiðlun sem fulltrúi Alþb. og óháðra stóð að í félmn. Alþingis enda verði samhliða afgreiddar nauðsynlegar breytingar á skipulags- og byggingarlögum. Verði ekki fallist á það er stuðningur minn við sveitarstjórnarfrv. brostinn og ég tel að stjórnarflokkarnir séu greinilega með þessari framkomu sinni að brjóta það samkomulag sem lá til grundvallar þeirri málamiðlun.

Ég segi því já, herra forseti, og legg til að málið verði tekið hér á dagskrá.