Rökstudd dagskrá við frv. til sveitarstjórnarlaga

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:11:01 (6026)

1998-04-30 11:11:01# 122. lþ. 115.93 fundur 333#B rökstudd dagskrá við frv. til sveitarstjórnarlaga# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:11]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Valgerðar Sverrisdóttur og hef ekki neinu við það að bæta að málið var lagt fram af hálfu stjórnarflokkanna til kynningar.

Í tilefni ýmissa orða sem hafa fallið í minn garð tel ég ástæðu til að leggja áherslu á að það er málfrelsi og skoðanafrelsi í þinginu og ég verð að segja að ég læt mér í léttu rúmi liggja ósmekkleg orð hv. þm. Ágústs Einarssonar í minn garð og ég tel þau lýsa honum fremur en mér.