Ósk um viðveru ráðherra

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:23:35 (6032)

1998-04-30 11:23:35# 122. lþ. 115.95 fundur 336#B ósk um viðveru ráðherra# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:23]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég ætla að endurtaka það sem hefur komið skýrt fram hjá okkur jafnaðarmönnum að sú skipulagstillaga sem liggur á borðum okkar í frumvarpsformi og fæst ekki tekin á dagskrá skiptir engu um afstöðu jafnaðarmanna til þeirra hugmynda sem fyrir liggja í sveitarstjórnarfrv. um fyrirkomulag á hálendinu. Eins og áður hefur komið fram er það varðandi þingræði og vinnubrögð og ekki síst vegna þess heiðursmannasamkomulags sem okkur hefur verið kynnt að hafi verið gert við hluta stjórnarandstöðunnar að við höfum sótt það fast að þetta mál kæmi á dagskrá þingsins.

Það er skelfileg staða sem er uppi á Alþingi Íslendinga í dag og, virðulegi forseti, ég tek undir þær óskir sem hafa komið fram um að tafarlaust verði gert hlé á fundinum og forseti eigi fund með þingflokksformönnum um framvindu í dag.