Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 12:03:08 (6054)

1998-04-30 12:03:08# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[12:03]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að hlutirnir gerast enn undarlegri en áður. Hér var óskað eftir því að hv. þm. skýrði hvað hann ætti við þegar hann taldi að nauðsynlegt væri að reyna að ná samkomulagi og vitnar þá til frv. sem hann sjálfur er nýbúinn að fella að komi á dagskrá, að það geti verið grundvöllur undir samkomulagi.

Ég sjálfur er reyndar þeirrar skoðunar að þetta frv. sé hvorki fugl né fiskur og geti ekki verið grundvöllur að neinu samkomulagi. En ég held að ástæðulaust sé að ræða þetta mál eitthvað frekar við hv. þm. sem lítur svo á að ekki sé ástæða til að ræða það mál í þinginu sem gæti hugsanlega verið grundvöllur undir samkomulag.

Virðulegi forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að halda umræðunni miklu lengur áfram.