Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 14:37:51 (6060)

1998-04-30 14:37:51# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[14:37]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnast þau fjögur atriði sem hv. þm. nefndi ekki nægilega góð útskýring á því hvernig hann vill styrkja 12. gr. með tilliti til samvinnunefndarinnar. Ég tek það líka fram, herra forseti, að ég nefndi þó tvö þessara atriða í minni ræðu.

Ég bendi hins vegar á að 2. mgr. 12. gr. skipulagslaganna virðist skjóta loku fyrir að þessi skilningur hv. þm. á 6. mgr. nái fram að ganga. Sá partur miðhálendisins sem hann er að tala um að þörf sé á að skipuleggja með öðrum sveitarfélögum er að mínu viti utan sveitarfélaganna, nema að þessu frv. til sveitarstjórnarlaga samþykktu.