Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 16:30:30 (6076)

1998-04-30 16:30:30# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[16:30]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hafði nú ekki hugsað mér að lengja þessa umræðu en ég stenst ekki hér að koma upp og þakka hv. þm. fyrir ræðu hans. Ég var sammála honum algerlega frá upphafi til enda. Það er mjög dapurlegt ef við getum ekki átt samleið við afgreiðslu þessa máls því málefnalegum ágreiningi við hv. þm. er ekki til að dreifa. Ef það er svo að málsmeðferðin hefur orðið til þess að leiðir skilja þá held ég að það mál þurfi að ræða og koma því í þann farveg að við náum þeirri niðurstöðu sem okkur öllum sé fyrir bestu. Ég vil endurtaka að þetta var góð ræða.