Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 16:44:21 (6084)

1998-04-30 16:44:21# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[16:44]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Nú er auðvitað erfitt fyrir mig að ræða þetta við hv. þm. þar sem ég á ekki sæti í félmn. Ég held hann verði að taka upp þessi orðaskipti við fulltrúa minni hlutans eða stjórnarandstöðunnar í félmn. Það verður að komast á hreint milli manna þar, um hvað var samið og um hvað var ekki samið. Ég minni t.d. á að hér kom fram, í máli hv. þm. Ögmundar Jónassonar, að þeim voru sýnd drög að frv. um þetta efni meðan á vinnu málsins stóð. Hvernig sem á þessu stendur nú öllu saman er auðvitað alveg ljóst að þarna hafa menn skilið hlutina hvor á sinn hátt. Ég var ekki að bera nein svik á fulltrúa meiri hlutans í félmn. eða brigður af einu eða neinu tagi. Ég tel að þeir atburðir sem urðu í morgun hafi hins vegar klippt á þann þráð sem þarna átti að vera milli manna, um að þessi mál gengju fram samsíða.