Starfssvið tölvunefndar

Mánudaginn 04. maí 1998, kl. 11:08:36 (6110)

1998-05-04 11:08:36# 122. lþ. 116.4 fundur 456. mál: #A starfssvið tölvunefndar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 122. lþ.

[11:08]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er nokkuð oft sem þingmenn í þessum sal nefna friðhelgi einkalífsins og við leggjum áherslu á að það sé virt. Sú umræða kemur oft upp í tengslum við það að upplýsingar séu gefnar almennt um tekjur fólks og skatta. Sú umræða kom mjög skýrt í ljós þegar rætt var um frv. heilbrrh. um gagnagrunna og hér hefur hv. þm. Ásta B. Þorsteinsdóttir bent á mikla veikleika í störfum tölvunefndar sem hefur bæði með upplýsingagjöf og úrskurði að gera. Þar sem á að skoða starfsemi tölvunefndar eftir 16 ára starf og ráðherrann hefur nefnt að þá verði skoðað hvort sérstakri kærunefnd verði komið á, finnst mér mjög mikilvægt að ráðherrann svari síðari spurningu þingmannsins um það hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að rannsóknar- og úrskurðarvald nefndarinnar verði aðgreint.