Innheimta komugjalda heilsugæslustöðva

Mánudaginn 04. maí 1998, kl. 12:00:00 (6129)

1998-05-04 12:00:00# 122. lþ. 116.8 fundur 662. mál: #A innheimta komugjalda heilsugæslustöðva# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 122. lþ.

[12:00]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það er að vonum að hæstv. ráðherra skammist sín fyrir löggjöfina sem málið lýtur að en ég hélt að hæstv. ráðherra lyti ekki svo lágt að beina ábyrgðinni að stjórnendum stofnananna sem ber að framfylgja lögum sem Framsfl. stendur að um að fátækt fólk eigi að borga komugjöld til að fá að hitta lækni. Þess í stað segir ráðherrann að það eigi að vera mat stjórnenda stofnunarinnar hversu langt eigi að ganga í að innheimta komugjöldin. Ég spyr hæstv. ráðherra: Þýðir þessi yfirlýsing að stjórnendur heilsugæslustöðva geti ákveðið að innheimta ekki komugjöld og mun ráðherra styðja við bakið á þeim ef þeir taka þá ákvörðun?