Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 05. maí 1998, kl. 22:00:05 (6225)

1998-05-05 22:00:05# 122. lþ. 118.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 122. lþ.

[22:00]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur nú talað í 4 tíma og 25 mínútur og ég verð að viðurkenna því miður, vegna veikleika minnar persónu, að mér dapraðist athygli undir hinni stórmerku ræðu hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur og missti þráðinn eiginlega frá kl. fimm til hálfsjö og svo var ekki laust við að frá kl. níu til hálftíu hafi ég misst þráðinn aftur.

Mín spurning er sú hvort hv. þm. gæti dregið saman mál sitt í meginatriðum mér til uppbyggingar.