Ákvörðun um þingfrestun

Fimmtudaginn 07. maí 1998, kl. 10:47:00 (6266)

1998-05-07 10:47:00# 122. lþ. 120.92 fundur 352#B ákvörðun um þingfrestun# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 122. lþ.

[10:47]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Það er verkefni forseta að taka þau mál á dagskrá sem hafa verið afgreidd í nefndum þingsins og að sjálfsögðu rekur að því að forseti fari á fundum með formönnum þingflokka yfir þau mál. En það er deginum ljósara að umræðu um þau dagskrármál, sem verið hafa á dagskrá undanfarna daga, verður að ljúka. Það er löngu búið að skýra það út fyrir formönnum þingflokka að þessi eru þau mál sem ríkisstjórnin hefur sett í forgang. (SighB: Og fleiri.) Og fleiri. Við lítum á það eftir að umræðum um þau mál, sem hafa verið á dagskrá, lýkur.