Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 12:34:30 (6315)

1998-05-08 12:34:30# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[12:34]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka enn hæstv. félmrh. fyrir svörin. Ég er alveg sammála því að núverandi ástand er ekki gott, m.a. vegna löggæslu. Ég tel að með því að hafa þetta eitt stjórnskipulegt svæði væri hægt að ákveða fyrirkomulag löggæslunnar, þ.e. hvort þarna yrði hálendislögregla. Einnig væri hægt að framselja lögregluvald til einstakra sveitarfélaga, þ.e. ákveðna þætti stjórnsýslunnar. Ég er alveg sammála því. Það þarf að taka á þessum málum en ég er mjög ósátt við að það sé gert með þessum hætti.