Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 12:46:02 (6322)

1998-05-08 12:46:02# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[12:46]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get því miður ekki verið sammála hv. 4. þm. Austurl. og kannski er það vegna þess að ég er enn þá meiri íhaldsmaður en hann. Ég var einu sinni hreppsnefndarmaður og ég vil endilega halda því heiti um það starf. Ég held að eðlilegt sé að gefa ákveðið frjálsræði um þetta og ekki að fara að lögbinda eitt ákvæði.

Ef ég veit rétt hefur hv. formaður félmn. tekið það sérstaklega fram í umfjöllun sinni um þetta mál að heiti sveitarstjórna sé atriði sem hún muni beita sér fyrir að verði skoðað í félmn. á milli 2. og 3. umr. Ég er ekki að leggja til að þessu verði breytt, mér finnst þetta ágætt eins og það er, en það er náttúrlega félmn. sem tekur sínar ákvarðanir og gerir sínar tillögur.