Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:10:54 (6333)

1998-05-08 14:10:54# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:10]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þetta mál er ekki fullrætt í þjóðfélaginu. Fjölmargir einstaklingar og samtök hafa óskað eftir að meiri tími verði gefinn til umræðu í sumar um þetta mikilvæga mál. Það ber enga brýna nauðsyn til að afgreiða frv. fyrir haustið. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna um að knýja á lögfestingu þessa mikla deilumáls sýnir lítilsvirðingu gagnvart þessum fjölmörgu einstaklingum. Þetta er einnig þinglega óvönduð málsmeðferð. Stór hluti þessa máls, þ.e. frv. umhvrh., verður hvorki rætt né afgreitt núna í vor. Afgreiðsla meiri hlutans er blaut tuska framan í þjóðina. Við frestuðum gagnagrunnsmálinu sem þurfti einnig meiri umræðu.

Ég styð því tillöguna um að vísa þessu máli frá.