Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:16:56 (6338)

1998-05-08 14:16:56# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:16]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Að því felldu að vísa þessu máli frá samkvæmt rökstuddri dagskrá er það mín bjargfasta skoðun og ég fullyrði að meiri hluti þjóðarinnar vill að miðhálendið eigi að vera ein stjórnsýslu- og skipulagsheild með landskjörinni stjórn og með aðkomu sveitarfélaganna þar að. Þetta er mitt sjónarmið, herra forseti, og þess vegna styð ég þessa brtt. og segi já.