Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:19:33 (6340)

1998-05-08 14:19:33# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:19]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Þingkonur Kvennalistans styðja þessa tillögu vegna þess að í henni felst það meginatriði að miðhálendi landsins verði ein heild og verði meðhöndlað sem sameign allrar þjóðarinnar. Við gætum að vísu hugsað okkur aðra skipan þeirrar stjórnar sem hér er lögð til en aðalatriðið er að stjórnsýsla og skipulag verði á einni hendi. Það er kjarninn í málflutningi okkar þingkvenna Kvennalistans um ráðstöfun miðhálendis Íslands og það er vilji og skoðun tugþúsunda Íslendinga sem hafa á undanförnum dögum skorað á Alþingi að fjalla nánar um þetta mál og í þá veru sem hér er lagt til. Því segi ég já við þessari tillögu.