Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:20:28 (6341)

1998-05-08 14:20:28# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:20]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Að gera miðhálendið að sjálfstæðri stjórnsýslueiningu er í mínum huga klúður þar sem yrði að vera sérstakur sýslumaður, sérstök hálendislögregla, sérstök hreppsnefnd, sérstakur heilbrigðisfulltrúi. Ég lít svo á að með því sé ekki verið að þjóna neinum hagsmunum heldur væri verið að gera þetta svæði að stjórnsýslulegri einingu sem ekki gæti starfað. Ég get því ekki greitt þessu atkvæði og segi nei.