Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:23:17 (6344)

1998-05-08 14:23:17# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:23]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Eftir að hafa tekið þátt í vinnslu þessa máls í félmn. hef ég séð ýmsa annmarka á því að gera miðhálendið að sérstöku stjórnsýslusvæði, að sérstöku sveitarfélagi. Því tók ég þátt í að vinna að sáttatillögu um aðalatriði málsins, þ.e. um skipulagsmálin og með þeirri tillögu er tryggt að miðhálendið verður sérstakt skipulagssvæði. Ég segi nei við þessari tillögu.