Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:33:00 (6351)

1998-05-08 14:33:00# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:33]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er verið að skipta miðhálendinu upp í ræmur á milli örfárra sveitarfélaga sem liggja að miðhálendinu og fela þeim ákvörðunarvald um nýtingu hálendisins. Miðhálendið á að vera sameign þjóðarinnar og þjóðin öll á að hafa um það að segja hvernig það er hagnýtt og skipulagt. Hér á að samþykkja tillögu sem ég er viss um að gengur gegn meirihlutavilja þjóðarinnar. Ég segi nei.