Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:33:35 (6352)

1998-05-08 14:33:35# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:33]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég var með fyrirvara við þetta frv. Hann gekk út á það að ég vildi að miðhálendið yrði skipulagt sem ein heild og að fulltrúar allra landsmanna kæmu að þeirri ákvörðun. Með breytingu á skipulags- og byggingarlögum sem staðfest verður í haust er komið til móts við mín sjónarmið. Það er tryggt að miðhálendið verði ein heild en ekki skipulagt í 42 sneiðum. Einnig verður íbúum Reykjavíkur, Reykjaness og Vestfjarða tryggð aðkoma að svæðisskipulaginu.

Auk þessa skal sú stefna sem fram kemur í svæðisskipulagi færð inn í aðalskipulag hlutaðeigandi sveitarfélaga og staðfest sem slík. Þannig verður fyllsta samræmis gætt í skipulagsvinnu miðhálendisins. Ég segi því já.