Virðisaukaskattur af laxveiðileyfum

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 15:09:06 (6420)

1998-05-11 15:09:06# 122. lþ. 124.1 fundur 367#B virðisaukaskattur af laxveiðileyfum# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[15:09]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Þetta mál hefur ekki borið á góma eftir að ég tók við núverandi starfi. Hins vegar er ljóst eins og fram kom í máli fyrirspyrjanda að alls kyns undanþágur eru frá virðisaukaskattinum.

Fyrirspyrjandi, sem hefur sjálf setið í ríkisstjórn og hefur kynnt sér þessi mál, þekkir að sú ásókn er óendanleg og ekki unnt að verða við henni ef þetta kerfi á að halda gildi sínu sem helsta fjáröflunartæki ríkissjóðs.

Hitt málið sem tengist laxveiðileyfunum er annars eðlis. Á sínum tíma var farið í gegnum það. Það tengist m.a. mati á hlunnindum á viðkomandi jörðum og ég ætla ekki að fullyrða neitt frekar um það á þessu stigi.