Undirritun Kyoto-bókunar

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 15:16:04 (6425)

1998-05-11 15:16:04# 122. lþ. 124.1 fundur 368#B undirritun Kyoto-bókunar# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[15:16]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Við munum halda áfram þeim viðræðum sem nú eru í gangi. Við munum sjá hvernig þeim vindur fram. Í júní verður undirbúningsfundur í Bonn þar sem verður fjallað ítarlega um málin og Buenos Aires fundurinn undirbúinn. Við tökum auðvitað fullan þátt í þeim fundi með samninganefnd okkar og fulltrúum ráðuneyta þannig að eftir þann fund og síðar á árinu kann að skýrast hver viðhorf og viðbrögð verða.

Það var vitað mál að Evrópusambandsríkin, sem voru nokkurn veginn búin að ganga frá málum sínum fyrir fram, lá nokkurn veginn fyrir meira að segja fyrir Kyoto-fundinn, mundu staðfesta samninginn og þar að auki Japan, Sviss og nokkur önnur ríki. Við höfum ekki gert það enn og á þessu stigi er ekki öðru við það að bæta en það sem ég hef áður sagt. Þetta er stefna ríkisstjórnarinnar sem hefur legið fyrir og það er ekkert sérstakt bann í því heldur ákvörðun um vinnuferli sem liggur fyrir og öllum er opið og ljóst.