Menningar- og tómstundastarf fatlaðra

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 15:26:54 (6434)

1998-05-11 15:26:54# 122. lþ. 124.1 fundur 370#B menningar- og tómstundastarf fatlaðra# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[15:26]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er rétt að það hefur orðið dráttur á þessu máli eins og fram kom. Ég tel eðlilegt að skoða þetta mál með heildarpakkanum, þ.e. málefnum fatlaðra og hvernig það verður fellt inn í félagsþjónustulögin.

Eins og ég sagði áðan var málinu frestað en þetta er atriði sem þarf auðvitað að taka á í samhengi við breytingu á lögunum um málefni fatlaðra. Ekki má skilja það svo að verið sé að sniðganga þá viljayfirlýsingu Alþingis sem var samþykkt réttilega eins og hv. ræðumaður gat um.