Einkavæðing Landsvirkjunar og Landsbankans

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 15:35:28 (6442)

1998-05-11 15:35:28# 122. lþ. 124.1 fundur 373#B einkavæðing Landsvirkjunar og Landsbankans# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[15:35]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Tilefni fyrirspurnar minnar til hæstv. iðn.- og viðskrh. er það að fyrir nokkru var skipt um ráðuneytisstjóra í iðnrn. og mætur maður sem heitir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, tók þar að sér að gegna um hríð, ég held til áramóta. Hann skýrði þá frá því í blaðaviðtölum að hann hygðist starfa allmikið á þeim mánuðum sem eftir væru til áramóta og beita sér fyrir því að einkavæða Landsbankann og Landsvirkjun. Mér þótti þetta mjög hraustlega mælt hjá ráðuneytisstjóranum og ég vil spyrja hæstv. ráðherra að því: Liggja fyrir ný áform ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna, Framsfl. og Sjálfstfl., um hraða í einkavæðingu á Landsvirkjun sérstaklega og á Landsbankanum?