Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 17:42:16 (6503)

1998-05-12 17:42:16# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[17:42]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að koma hér vegna þessa frv. sem vissulega er ekki borið fram af hæstv. ráðherra, en ég vil jafnframt spyrja hæstv. ráðherra hver sé skoðun hans á þessari stöðu. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hver sé skoðun hans á ákvæðum 8. gr. frv. Er það ekki óráð að ætla að lögfesta ákvæði sem þessi um heimildir til að rannsaka og hagnýta á eignarlöndum öll þau verðmæti sem þar er um að ræða? Margt af þeim auðlindum sem vísað er til hugsanlega í jörðu eru nú óvissu háðar en hitt er jafnljóst að verið er að taka jarðefni á yfirborði lands í stórum stíl víða um land með mjög litlum takmörkunum í náttúruverndarlöggjöf og hér er enn verið að auka á og undanþiggja slíka efnistöku á þeim fjölmörgu atriðum sem upp eru talin í greininni og undanskilja hana leyfum sem ella eru boðin í sambandi við ýmis önnur atriði sem snerta hagnýtingu auðlinda. Ég treysti því hæstv. umhvrh. til að greina okkur frá vilja sínum í þessum efnum því auðvitað skiptir hann mestu fyrir hv. iðnn. þegar hún leggst yfir málið.