Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 17:47:48 (6506)

1998-05-12 17:47:48# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[17:47]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þótti dálítið skothent hjá hv. þm. að nota ekki þó þann tíma sem þingmanninum er heimilt til þess að víkja að gildum fyrirspurnum af minni hálfu fyrst þingmaðurinn tók til máls á annað borð. Ég vil því einfalda málið fyrir hv. þm. og óska ekki eftir svörum um skilgreiningar sem virðast eitthvað vefjast fyrir hv. þingmanninum heldur spyrja um hinn pólitíska þátt málsins.

Er skynsamlegt að fella auðlindir undir einkaeignarrétt eins og grunnvatn, sem færist milli landareigna, og jarðhita, sem færist milli landareigna eða þar sem nýtingin hefur veruleg áhrif yfir öll hugsuð landamerki? Hvernig ætla menn að búa þannig um hnútana að hægt verði að skera úr um álitaefni sem tengjast hagnýtingunni þannig að réttur manna lögum samkvæmt sé skýr og ljós og hægt verði að kveða á um deilur sem ljóst er að hljóta að rísa upp um þessi efni, jafnilla og um hnútana er búið í þessari löggjöf?