Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 18:43:29 (6511)

1998-05-12 18:43:29# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[18:43]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að samin hefði verið sátt við þjóðina. Ég hefði áhuga á að vita hvar sá sáttafundur var haldinn og hverjir voru mættir á þann sáttafund, því það eina sem ég veit til að hægt sé að segja að þjóðin hafi verið spurð um í þessu máli er skoðanakönnun sem kom fram í DV í gær þar sem mikill meiri hluti þjóðarinnar lýsir sig andvígan þeirri stefnu sem hæstv. ríkisstjórn er að marka með þessu frv. sínu. Ég ítreka spurningu mína, herra forseti. Hvar var hv. þm. Kristján Pálsson á sáttafundi með þjóðinni? Hverjir voru mættir á þeim sáttafundi? Og hvernig gekk hann fyrir sig?