Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 18:53:41 (6518)

1998-05-12 18:53:41# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[18:53]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég var að reyna að útskýra fyrir hv. þm. hvers vegna einstaklingar gætu nýtt betur þjóðgarða eins og Þingvelli. Ég get ekki verið að koma með mörg dæmi. Það er dæmi um land sem er undir yfirráðum ríkisins og er stjórnað af nefnd sem er langt í burtu frá viðkomandi svæði og hefur út af fyrir sig ekki mikla hagsmuni.

Varðandi hvers vegna einstaklingar mundu nýta auðlindina betur en ríkið. Þetta er ósköp svipuð spurning og ég var að reyna að svara áðan en það eru einu sinni einstaklingar sem hafa með frumkvæði sínu og þori náð að skapa þau auðæfi sem eru yfirleitt sköpuð hjá þjóð eins og Íslendingum. Við höfum séð aftur á móti í Sovétríkjunum fyrrverandi hvernig fer þegar ríkið eitt hefur frumkvæði að öllu sem einhverju skiptir (SvG: Eigum við ekki bara að hafa hér kapítalisma, ómældan?) og það hefur svo sannarlega sannað fyrir okkur að einstaklingshyggjan hefur þó lifað af meðan alræði öreiganna, (Forseti hringir.) sem margir hér inni trúa enn þá á, hefur brugðist.