Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Þriðjudaginn 12. maí 1998, kl. 19:22:11 (6526)

1998-05-12 19:22:11# 122. lþ. 125.2 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 122. lþ.

[19:22]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hæstv. ráðherra að það þýðir ekkert fyrir okkur að pexa um þessi ákvæði að því er varðar stjórnarskrána. Hitt er hins vegar nauðsynlegt að undirstrika hér, að sú skoðun hans að málið sé þroskað til ákvörðunartöku er að mínu mati hrein fjarstæða vegna þess að málið er afar illa undirbúið eins og hefur verið rakið í ítarlegum ræðum. Aðalatriðið er þó það að með frv., ef það verður að lögum, er verið að færa landeigendum á Íslandi verðmæti upp á milljarðatugi. Þetta er frv. um stærstu eignatilfærslu sem flutt hefur verið í þessari stofnun og það er kannski fyrst og fremst þess vegna sem við alþýðubandalagsmenn og óháðir höfum lagst gegn þessu frv.