Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:16:01 (6549)

1998-05-13 11:16:01# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SighB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:16]

Sighvatur Björgvinsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það sýnir ekki bara dónaskap gagnvart þinginu eða stjórnarandstöðunni að iðnrh., sem ber ábyrgð á málinu, skuli vera fjarverandi í atkvæðagreiðslu. Það vekur líka spurningar um það hvers vegna. Hver er ástæðan fyrir því að maðurinn sem á að bera ábyrgð á málinu á Alþingi kýs að vera fjarverandi þegar atkvæðagreiðsla verður um það? Hver er ástæðan fyrir því, virðulegi forseti, að ekkert samráð var haft eins og vant er um þessa atkvæðagreiðslu þannig að mönnum væri ljóst hvernig til hennar væri stofnað? Er það kannski skýringin, herra forseti, á því að ekkert samráð var haft um framgang atkvæðagreiðslunnar að iðnrh. hafi kosið að vera fjarverandi og menn hafi ekki ætlað að láta það uppgötvast fyrr en atkvæðagreiðslan væri hafin?

Ég tek undir tilmæli hv. þm. Svavars Gestssonar og þetta eru meira en tilmæli. Þetta hlýtur að vera niðurstaða forseta sjálfs að það sé ekki hafandi um svo alvarlegt mál eins og hér um ræðir, að helsti ábyrgðarmaður þess á Alþingi sé bara með ,,alibí``. Hann kjósi að vera fjarverandi til þess að geta sagt kjósendum sínum að hann hafi enga hlutdeild átt að afgreiðslu málsins.