Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:32:03 (6562)

1998-05-13 11:32:03# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, MF (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:32]

Margrét Frímannsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki oft á þeim ellefu árum sem ég hef átt sæti á hv. Alþingi orðið vitni að því að beiðni frá tveimur þingflokksformönnum fyrir hönd þeirra þingflokka sé hafnað um að gera hlé til þess að ræða málin. Mér finnst auðvitað alveg fráleitt að hæstv. iðn.- og viðskrh. sé ekki á staðnum en jafnvel enn fráleitara að tveimur hv. þingflokksformönnum sé neitað um að hér sé gert hlé á störfum þingsins til þess að ræða um framhaldið, a.m.k. tíu mínútna eða korters hlé. Ég vil biðja hæstv. forseta um að íhuga þetta enn áður en hann kveður upp úrskurð sinn.

Aðeins svona í leiðinni langar mig til þess að vekja athygli á því að hæstv. forseti notaði ákveðið orð um forsn. í umræðunni nú rétt áðan, þegar hann talaði um forsetadæmi. Mér þykir það leiðinlegt orðalag um forsn. þingsins og bið hæstv. forseta um að íhuga það líka að nota ekki það orðfæri.