Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 12:01:25 (6567)

1998-05-13 12:01:25# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, RG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[12:01]

Rannveig Guðmundsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Að loknum fundi okkar þingflokksformanna og forseta er niðurstaða forseta að halda áfram með atkvæðagreiðsluna. Þeirri niðurstöðu munum við una.

Virðulegi forseti. Við höfum verið ósátt á þessum morgni um það hvernig atkvæðagreiðsluna bar að. Það hefur verið rætt. Það hefur líka verið rætt að forsetar og þingflokksformenn muni nú eiga fund þegar gert verður hlé á fundinum og ég fagna því. En við höfum ekki síst verið ósátt við það sá ráðherra sem hefur borið það mál sem er til atkvgreiðslu inn á þing skuli ekki vera hér og um það hefur verið rætt í athugasemdum við forseta.

En ég veit ekki betur en að forsrh., oddviti ríkisstjórnar, sé í húsinu og hann hefur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu og mér finnst það mjög óeðlilegt, herra forseti.

(Forseti (GÁS): Vegna þessara athugasemda hv. þm. vill forseti upplýsa að hæstv. forsrh. er ekki í húsinu eins og sakir standa.)