Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:33:01 (6607)

1998-05-15 12:33:01# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Til að taka af öll tvímæli út af talsmáta hv. þm. merkir ,,að verða úti`` í mínum huga að verða úti en ég geri ráð fyrir að hún hafi átt við eitthvað annað, þ.e. ættu ekki aðgöngu að félagslega kerfinu. En nóg um það. Til að öllu sé sanngjarnlega til skila haldið geri ég ráð fyrir að þeir sem koma og leita eftir viðtali við mig sé fólk sem á erfiðara eða það sé sá hópur í kerfinu sem á fremur í erfiðleikum en að það sé eitthvert meðaltal þeirra sem búa í félagslega kerfinu en það er margt sem menn kvarta yfir. Það er bæði þetta með val íbúða, menn eru sendir í íbúðir þar sem þeir vilja ekki búa. Allt of stórar, allt of dýrar í einhverjum tilfellum. Líka er mjög mikið kvartað yfir endursölunni eða fyrningareglunum. Fólk verður fyrir vonbrigðum þegar það skilar íbúðinni og stendur uppi með stórar skuldir.