Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:41:47 (6615)

1998-05-15 12:41:47# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:41]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef reynslu af því að það þýðir eiginlega ekkert að tala við hv. 13. þm. Reykv. um húsnæðismál. Það er best hún tali bara ein um húsnæðismál og ég skal hlusta og hlusta en það þýðir ekkert að vera að andmæla henni því hún veit allt best og tekur engum rökum. Það þýðir ekkert. En afnámið á 100% lánunum er bara beinlínis samkvæmt þeirri tillögu sem ASÍ gerði.