Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:45:43 (6619)

1998-05-15 12:45:43# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Til forustu í hinni þverpólitísku verkalýðshreyfingu hafa valist menn sem einhverra hluta vegna eru í flokkum sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ég hef átt gott samstarf bæði við Alþb. og Alþfl. á undanförnum árum og átt samskipti við þessa sömu menn. Ég tel að það sé prýði á hverjum manni að hann sé með eindregnar stjórnmálaskoðanir. Ég hef passað það í mannaráðningum í ráðuneyti mínu að einskorða mig ekki við að ráða einhverja flokksbræður mína. Ég held ég megi segja að ég hafi ráðið þar fólk úr öllum flokkum. Ég leita frekar eftir fólki sem hefur sýnt af sér pólitískan áhuga. (Forseti hringir.) Og nóg um það.