Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:10:28 (6686)

1998-05-18 11:10:28# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:10]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Að sjálfsögðu á að vísa þessu frv. til ríkisstjórnarinnar. Þetta er illa unnið og illa frágengið frv. og engan veginn ljóst hvað tekur við og þannig er enn til óvissa og öryggisleysi ótölulegs fjölda einstaklinga og fjölskyldna í landinu enda hefur hæstv. félmrh. viðurkennt í þessum ræðustóli að enn séu fjölmargir endar lausir í málinu. Ég leyfi mér að efast um að svona væri staðið að málum í nokkru öðru þjóðríki sem vill láta telja sig siðmenntað.

26 félög og félagasamtök hafa skorað á þingmenn að fresta málinu vegna þess, herra forseti, að hér er verið að brjóta grunninn undan öryggi hundruða fjölskyldna sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda til að njóta þeirra mannréttinda í velferðarþjóðfélagi að hafa öruggt og mannsæmandi húsnæði. Ég segi já.