Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:11:24 (6687)

1998-05-18 11:11:24# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:11]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Ég tel að með þessu frv. til laga um húsnæðismál sé verið að stefna að því að því er virðist markvisst að færri fjölskyldum láglaunafólks sé gert kleift að eignast eigið húsnæði á sanngjörnum og viðráðanlegum kjörum. Þetta er gert án þess að nægilegt framboð sé á leiguhúsnæði og án þess að réttarstaða og öryggi leigjenda sé bætt. Af þessari ástæðu styð ég tillögu minni hluta félmn. og tek undir mótmæli stéttarfélaganna og ég segi já við þessari tillögu.