Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:21:16 (6695)

1998-05-18 11:21:16# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:21]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Það voru viðbrögð okkar við fundi forseta í morgun og vilja hans til að hafa samráð um þinghaldið að við féllumst á að ganga til þessarar atkvæðagreiðslu. Í þeirri ákvörðun okkar á þingflokksfundum fólst ekki að með því að sýna þennan góða vilja þá værum það við sem gerðum atkvæðagreiðslu á þessum morgni mögulega. Ef það er þannig eins og virðist við atkvæðagreiðslu um 1. gr. frv. að meiri hluti þingsins hafi ekki atkvæðamagn til að halda áfram með sitt eigið frv., þá hljótum við, herra forseti, að óska eftir hléi á atkvæðagreiðslunni til þess að halda þingflokksfundi. Ég hef ekki umboð til þess að ganga til þessarar atkvæðagreiðslu og hleypa í gegn þessu frv. félmrh. sem við erum svo andvíg í gegn á þessum morgni. Hins vegar hef ég umboð til að sýna góðan vilja og mæta til atkvæðagreiðslu.

Þetta er alvarlegt mál, herra forseti.