Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 11:24:00 (6697)

1998-05-18 11:24:00# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[11:24]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Markmiðssetning þessarar greinar um öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum er í engu samræmi við efni frv. sem úthýsa mun úr húsnæðiskerfinu hundruðum láglaunafólks. Þetta er frv. um óöryggi og ójafnrétti í húsnæðismálum láglaunafólks. Ákvæðið er því öfugmæli og stenst ekki.

Ég vil mótmæla því, herra forseti, að stjórnarandstaðan þurfi að hjálpa þessu frv. í gegn á þessum fundi þegar meiri hlutinn hefur ekki þingstyrk til að koma því í gegn. Ég tek því undir að þessari atkvæðagreiðslu verði frestað og greiði þessari grein ekki atkvæði.