Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:14:10 (6717)

1998-05-18 12:14:10# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:14]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að skerða lýðræðið. Í stað þess að stjórn hinnar nýju stofnunar sé skipuð af Alþingi verður það á valdi félmrh. eins hver situr í stjórninni og það er óneitanlega erfitt að skilja hvers vegna ríkisstjórnin og fylgismenn hennar á Alþingi, hinn sívökuli og gagnrýni meiri hluti að baki ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vilji draga úr lýðræðinu nema hann vilji búa í haginn fyrir sölu Íbúðalánasjóðs í anda OECD-skýrslunnar því að svo er farið að þegar stofnanir eru gerðar að hlutafélögum eða þær einkavæddar er fyrsta skrefið að taka þær undan stjórn Alþingis og færa þær undir viðkomandi hluthafa, fyrst einn ráðherra, síðan nýja eigendur. Þetta get ég ekki samþykkt.