Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:28:31 (6728)

1998-05-18 12:28:31# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ástæðan fyrir því að tilvísun til einstaklinga er felld brott er sú að almennu lánin sem fjallað er um í þessari lagagrein eiga að ná til lána á vegum félagasamtaka einnig, Búseta, Öryrkjabandalagsins og námsmannaíbúða. Þetta mun hafa í för með sér stórauknar byrðar á þessa aðila og þar af leiðandi þyngja kjör námsmanna, öryrkja og annarra þeirra sem fá húsnæði í gegnum þessa aðila. Hér er komin ein meginskýringin á mótmælum Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar, Búseta og annarra þeirra sem sýsla með félagslegt húsnæði í landinu, en þeir krefjast þess m.a. vegna þessrar lagagreinar að frv. verði frestað.