Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:33:57 (6733)

1998-05-18 12:33:57# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:33]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er kveðið á um að stjórn Íbúðalánasjóðs sé heimilt að stofna til nýrra lánaflokka og þá væntanlega fyrir fatlaða og ýmsa hópa með sérþarfir. Það veit hins vegar enginn hvað þetta þýðir í raun. Það sem verra er er að sjóðstjórnin kemur til með að ákveða þetta. Það verður ekki Alþingi, ekki lýðræðislega kjörnir fulltrúar. Þetta er algerlega óaðgengilegt og fráleitt að skilja þessi mál eftir í lausu lofti.