Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:34:38 (6734)

1998-05-18 12:34:38# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:34]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í núgildandi lögum um húsnæðismál eru tilteknir sérstakir lánaflokkar sem m.a. snúa að því fólki sem hefur sérþarfir. Þar er einnig fjallað um aldraða og fleiri. Með þeirri breytingu sem hér er gerð verður eingöngu heimilt að stofna slíka lánaflokka. Í ljósi þess að hinn nýi Íbúðalánasjóður á að vera sjálfbær stofnun hljótum við auðvitað að spyrja: Á hvaða kjörum verða þau lán sem þessir hópar eiga kost á ef þeir eiga þess kost yfir höfuð?

Þetta er ekki hægt að samþykkja, herra forseti. Enn einu sinni er óvissan í þessu frv. alger og ég greiði ekki atkvæði.