Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:40:55 (6735)

1998-05-18 12:40:55# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:40]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er að finna ákvæði um að 10% útborgun einstaklinga sé skilyrði lánveitingar. Rök ráðherrans eru að þeir sem fái 100% lán fari annaðhvort á hausinn eða séu í bullandi vanskilum. Staðreyndin er sú að aðeins 17% af þeim 600 sem fengið hafa 100% lán hafa lent í vanskilum. Einungis með þessu ákvæði vísar ráðherra félags-, húsnæðis- og atvinnumála um 200 manns á guð og gaddinn og í leiguíbúðir sem ekki eru til. Ég á ekki von á að það raski svefni ráðherrans en skömm hans er mikil, herra forseti.