Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:52:11 (6741)

1998-05-18 12:52:11# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:52]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er verið að hækka vexti á láglaunafólki úr 2,4% í 5%. Þakið á vaxtabótum þýðir að einstæðir foreldrar og einstaklingar þurfa að greiða úr eigin vasa allt að 60 þús. kr. meira en nú er. Er hægt að leggjast lægra í árás á kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu en að kippa burtu á þennan hátt sem svarar einum mánaðarlaunum verst settu hópanna? Ég segi nei.