Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:02:40 (6746)

1998-05-18 13:02:40# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:02]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er um að ræða heimild til að selja leigutaka eignarhlut í íbúð. Engin viðhlítandi skýring hefur fengist á því hvernig á að framkvæma þessa grein eða hvort og hverjum hún muni gagnast. Þetta ákvæði er því dautt og ómerkt nema framkvæmdir verði með þeim hætti að leigugreiðslur geti gengið upp í kaupin og samhliða leigusamningi verði gerður samningur um greiðslu 10% útborgunar sem dreifa má á 5--10 ár eins og húsnæðisnefnd Reykjavíkur leggur til. Svipað ákvæði var í húsnæðislöggjöfinni 1983 og gagnaðist það fáum. Ef þetta á að vera ákvæði sem á að friða samvisku þeirra sem hafa hana slæma vegna þessa frv. er þetta ákvæði lítils virði.